top of page
projects.

Verkefnið

Tónbil” eru verk eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynsson. Í verkunum mætast tónlist, myndlist og eðlisfræði á nýjan heillandi máta. 

 

Verkefnið spratt upp úr tilraunum með sveiflusjá sem er tæki sem umbreytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás. 

 

Tónbil eru samspil tveggja tóna. Það má segja að þau séu næstminnsta byggingareining tónlistar á eftir stökum tónum. 

 

Samkvæmt tólf tóna kerfinu sem er algengasta kerfið í vestrænni tónlist, eru tónbilin tólf, og innihalda þau mismikla spennu eða jafnvægi. 

 

Eins má skipta litrófinu upp í tólf litatóna.

 

Kjarni sýningarinnar er að fanga útlit og hegðunarmynstur tónbilanna tólf á myndrænan hátt. 

 

Aðferðin sem Baldvin notar er bæði vísindaleg og tilfinningaleg þar sem formin eru bein útkoma úr sveiflusjánni en litina velur hann eftir eigin tilfinningu og sambandi við tónbilin. 

 

Verkin eru seld í takmörkuðu upplagi og eru eintökin númeruð, árituð og römmuð inn í sérsmíðaðan spónlagðan álramma með „float mount” aðferð sem lætur líta út fyrir að myndin fljóti í rammanum. 

 

Glerið er speglafrítt með 70% vörn gegn útfjólubláum geislum og allt efni í rammanum er sýrufrítt. Aftan á rammanum er límmiði með QR kóða svo hægt sé að hlusta á tónbilið og horfa á myndband af því formast.

 

Einnig fylgir texti um tónbilið í tónlistarlegu og/eða sögulegu samhengi.

 

Stóru prentin koma einnig með svörtum formum á hvítum bakgrunni og litlu prentin með form í lit á svörtum bakgrunni.

​

Afgreiðslutími verka er tvær til fjórar vikur.

about.
mynd
Screenshot 2023-03-19 at 13.37.23.png
contact.

Hafðu samband

    Skilaboð móttekin, takk!

    bottom of page